Páfinn kominn heim

Frans páfi sneri aftur til Vatíkansins í dag eftir að hafa verið útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalið í meira en fimm vikur. 

Páfinn virtist þreyttur og slappur í morgun er hann sat í hjólastól á einum svölum sjúkrahússins þar sem hann veifaði til hundraða manna sem höfðu safnast saman til að óska honum bata.

Páfinn er 88 ára gam­all og hef­ur dvalið á Gem­elli-sjúkra­hús­inu í Róm frá 14. fe­brú­ar vegna lungna­bólgu.

Páfinn þakkaði viðstöddum fyrir stuðninginn.
Páfinn þakkaði viðstöddum fyrir stuðninginn. AFP/Filippo Monteforte
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert