Frans páfi sneri aftur til Vatíkansins í dag eftir að hafa verið útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalið í meira en fimm vikur.
Páfinn virtist þreyttur og slappur í morgun er hann sat í hjólastól á einum svölum sjúkrahússins þar sem hann veifaði til hundraða manna sem höfðu safnast saman til að óska honum bata.
Páfinn er 88 ára gamall og hefur dvalið á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm frá 14. febrúar vegna lungnabólgu.