Ríkisstjórn Ísraels samþykkti vantrauststillögu á hendur Gali Baharav-Miara ríkissaksóknara í dag. Baharav-Miara hefur gagnrýnt mjög störf Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra.
Tveir dagar eru síðan Ronen Bar, yfirmaður leyniþjónustunnar Shin Bet, var rekinn. Netanjahú sagði það hafa verið vegna skorts á trausti.
Baharav-Miara reyndi að koma í veg fyrir að uppsögnin myndi ganga í gegn.
Málið hefur vakið upp hörð mótmæli þar sem mótmælendur hafa sakað Netanjahú um að ógna lýðræði landsins.
Skrifstofa forsætisráðherra sagði að kosið yrði um vantrauststillöguna á hendur ríkissaksóknaranum vegna „óviðeigandi hegðunar hennar og langvarandi ágreinings“.