Þrír handteknir fyrir morðin á ungmennunum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Þrír hafa verið handteknir í tengslum við skotárás sem var gerð í al­menn­ings­garði í borg­inni Las Cruces í Nýju Mexí­kó í Banda­ríkj­un­um á föstu­dags­kvöld.

Hinn tvítugi Tomas Rivas og 17 ára drengur voru handteknir í gær. Annar 17 ára drengur var síðan handtekinn í morgun. 

CNN greinir frá því að mennirnir þrír hafi verið ákærðir fyrir morð.

Hinn 16 ára Andrew Madrid, 18 ára Jason Gomez og 19 ára Dominick Estrada létu lífið í árásinni. 

Níu karlmenn og sex konur á aldrinum 16 til 36 ára særðust að sögn lögreglu. Málið er til rannsóknar og er almenningsgarðurinn lokaður. 

Þetta er 53. fjöldaskotárás þessa árs í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert