Þrír unglingar myrtir í skotárás

Þrír létust í árásinni.
Þrír létust í árásinni. Ljósmynd/Colourbox

Þrír unglingar voru myrtir í skotárás í almenningsgarði í borginni Las Cruces í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum á föstudagskvöld. Fimmtán særðust í árásinni. 

Bandaríska fréttaveitan ABC News greinir frá. 

Hinir látnu eru tveir 19 ára drengir og einn 16 ára drengur. Hinir slösuðu eru á aldrinum 16 ára til 36 ára.

Lögregla fékk tilkynningu um árásina rétt eftir klukkan 22 að staðartíma á föstudaginn. 

Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert