Forsætisráðherrann sýknaður

Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu.
Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu. AFP

Stjórnlagadómstóll í Suður-Kóreu vísaði í dag frá ákæru á hendur Han Duck-soo forsætisráðherra landsins fyrir embættismissi sem þingið í S-Kóreu lagði fram gegn honum í desember.

Hann tekur því aftur við  sem starfandi forseti landsins en hann var settur forseti eftir að forsetinn Yoon Suk-yeol var vikið úr starfi fyrir að lýsa yfir herlögum í landinu í fyrra.

„Stjórnlagadómstóllinn hefur tekið ákvörðun um að hafna beiðni um ákæru á hendur Han Duck-soo forsætisráðherra,“ segir í yfirlýsingu dómstólsins.

Fimm dómarar af átta í stjórnlagadómstólnum sýknuðu forsætisráðherrann, tveir vildu vísa kærunni frá og einn dómari sakfelldi hann.

Á næstu dögunum mun stjórnlagadómstóllinn taka ákvörðun í máli forsetans um það hvort honum verði vikið úr embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert