Tugir særðir eftir árás Rússa

Frá borginni Sumy í Úkraínu í dag.
Frá borginni Sumy í Úkraínu í dag. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir nærri 90 manns særða, þar á meðal sautján börn, eftir árás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í dag.

Árásin var gerð á meðan viðræður um vopnahlé í Úkraínu, á milli Rússa og Bandaríkjamanna, stóðu yfir.

Að sögn úkraínskra embættismanna varð tjón á íbúðarhúsum og skóla í árásinni.

Borgarstjóri Súmí segir einnig skemmdir hafa orðið á sjúkrahúsi.

Nemendur í skýli 

Selenskí segir að nemendur skólans sem varð fyrir tjóni hafi sem betur fer verið í skýli á meðan árásin gekk yfir.

Myndskeið sem birst hafa á netinu sýna skemmd húsnæði og mikinn reyk í rústum. Þá má einnig sjá viðbragðsaðila að störfum.

Að sögn Selenskís Úkraínuforseta særðust nærri 90 manns.
Að sögn Selenskís Úkraínuforseta særðust nærri 90 manns. AFP

Ræddu um frið í dag

Í dag funduðu fulltrúar Rússa og Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu um frið í innrásarstríði Rússa í Úkraínu.

Viðræðurnar enduðu nýlega og er búist við að sameiginleg yfirlýsing frá þjóðunum verði birt á morgun. Sérfræðingum þykir vopnahlé ólíklegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert