Myndir: Verstu óeirðir í mörg ár

Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur.
Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur. AFP/Ozan Kose

Handtaka Ekrem Imamogul, borgarstjóra Istanbúl, hefur leitt til einhverra verstu óeirða í Tyrklandi í mörg ár.

Gríðarlegur fjöldi námsmanna í Tyrklandi tók sig saman í dag og ákvað að sniðganga kennslu eftir hádegi til að mótmæla handtöku borgarstjórans.

Mótmælin hafa leitt til átaka á milli lögreglu og mótmælenda en tæplega 1.200 manns hafa verið handteknir síðan að Imamogul var handtekinn 19. mars.

Hann var handtekinn vegna rannsóknar á spillingu og mögulegra tengsla við hryðjuverkasamtök. 

Hátt í 1.200 manns hafa verið handteknir.
Hátt í 1.200 manns hafa verið handteknir. AFP/Ozan Kose

Blaðamenn handteknir

Tíu tyrkneskir blaðamenn voru handteknir í dag á heimilum sínum vegna umfjöllunar um mótmælin.

Blaðamannasamband Tyrklands hefur fordæmt aðgerðina.

Þykir sigurstranglegur

Frétt­irn­ar af hand­töku Imamog­uls bár­ust á meðan kosn­ing fór fram í Re­públi­kana­flokkn­um CHP um hver skyldi verða næsta for­seta­efni flokks­ins í for­seta­kosn­ing­un­um 2028. Imamog­ul hef­ur verið tal­inn sá leiðtogi flokks­ins sem gæti sigrað nú­ver­andi for­seta Tyrk­lands, Recep Tayyip Er­dog­an, í kom­andi kosn­ing­um.

Nokkrir evrópskir borgarstjórar hafa fordæmt handtöku Imamoguls og lýst áhyggjum yfir endurteknum árásum á grundvallarréttindi og sjálfstæði sveitarfélaga í Tyrklandi.

Á meðal þeirra sem fordæmt hafa handtökuna er Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur. 

Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna mótmælanna.
Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna mótmælanna. AFP/Ozan Kose
Kveikt í fána Tyrklands.
Kveikt í fána Tyrklands. AFP/Angelos Tzortzinis



Nemendur sniðgengu kennslu eftir hádegi.
Nemendur sniðgengu kennslu eftir hádegi. AFP/Angelos Tzortzinis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert