Öflugur jarðskjálfti reið yfir suðureyju Nýja-Sjálands

Jarðskjálftinn var að stærðinni 6,7.
Jarðskjálftinn var að stærðinni 6,7. Kort/earthquake.usgs.gov

Jarðskjálfti af stærðinni 6,7 reið yfir suðureyju Nýja-Sjálands í dag, að sögn jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna.

Skjálftinn varð klukkan 14.43 á staðartíma á tíu kílómetra dýpi undan suðvesturodda Suðureyjar Nýja Sjálands.

Engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út og ekki hafa borist neinar fregnir af skemmdum en almannavarnir Nýja-Sjálands vöruðu íbúa við og sögðu þeim að forðast nærliggjandi strandsvæði vegna hættu á sterkum straumum.

Nýja-Sjáland liggur á milli tveggja helstu jarðflekafleka og þúsundir lítilla jarðskjálfta mælast árlega. Árið 2011 varð jarðskjálfti að stærðinni 6,3 í Christchurch með þeim afleiðingum að 185 létust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert