Viðræður í Riyadh voru „erfiðar en uppbyggilegar“

Viðræðurnar hafa farið fram á Ritz-Carlton-hótelinu í Riyadh.
Viðræðurnar hafa farið fram á Ritz-Carlton-hótelinu í Riyadh. AFP/Fayez Nureldine

Viðræður Rússlands og Bandaríkjanna í Riyadh voru „erfiðar en uppbyggilegar“, sagði Grigory Karasin, fulltrúi Rússa í viðræðunum, við rússneska miðla.

Vladimir Dzhabarov er einn af varamönnum Karasins í utanríkisráðuneyti Rússlands og sagðist hann hafa talað við Karasin fyrr í morgun, hann hafi þá verið við það að yfirgefa Sádi-Arabíu í kjölfar samningaviðræðna við Bandaríkjamenn.

Að sögn Dzhabarov er búist við að rússneska sendinefndin lendi í Moskvu í kvöld.

BBC greinir frá.

Viðræðum Úkraínu og Bandaríkjanna haldið áfram

Full­trú­ar Banda­ríkj­anna og Úkraínu komu sam­an til fund­ar í Riya­dh í Sádi-Ar­ab­íu í gær, til viðræðna um ein­hvers kon­ar vopna­hlé í inn­rás­ar­stríði Rússa.

Viðræðum var haldið áfram í gær með full­trú­um Rússa og Banda­ríkj­anna í Riyadh í Sádi-Ar­ab­íu. Rúss­nesk­ir miðlar greindu frá því í gær að sam­eig­in­leg yf­ir­lýs­ing yrði birt í dag.

Úkraínskir ​​og bandarískir embættismenn áttu í frekari viðræðum í Riyadh í dag, að sögn úkraínsks heimildarmanns AFP, degi eftir um tólf klukku­stunda fund Rússa og Banda­ríkja­manna í gær.

„Við erum enn að vinna með Bandaríkjamönnum,“ sagði meðlimur í úkraínsku sendinefndinni við lítinn hóp fjölmiðla, þar á meðal blaðamann AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert