19 látnir í gríðarlegum skógareldum í S-Kóreu

Í það minnsta 19 eru látnir í skógareldunum.
Í það minnsta 19 eru látnir í skógareldunum. AFP

Í það minnsta 19 hafa látist í einum af verstu skógareldum í Suður-Kóreu en meira en tugur elda kviknaði um síðustu helgi á mörgum stöðum í suðausturhluta landsins.

Um 27.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín en 18 manns hafa farist í eldunum og þá lést flugmaður þegar þyrla hrapaði á fjallsvæði að sögn embættismanna. Yfirvöld höfðu notað þyrlur til að berjast gegn eldunum, en stöðvuðu allar slíkar aðgerðir eftir að þyrlan hrapaði.

Ríkistjórn Suður-Kóreu hefur hækkað hættuástand á hæsta stig og hefur flutt þúsundir fanga úr fangelsum á svæðinu.

Á fmmta þúsund slökkviliðsmenn vinna hörðum höndum við slökkvistarf.
Á fmmta þúsund slökkviliðsmenn vinna hörðum höndum við slökkvistarf. AFP

„Skógareldar sem loga fimmta daginn í röð hafa valdið áður óþekktum skaða,“ segir starfandi forseti landsins, Han Duck-soo.

Á fimmta þúsund slökkviliðsmenn vinna hörðum höndum við slökkvistarf en talið er að meira en tvö hundruð byggingar hafa orðið eldi að bráð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert