Colorado-ríki hefur lofað Donald Trump Bandaríkjaforseta að fjarlægja málverk af honum sem er til sýnis í ríkisþinghúsinu í Colorado. Myndin verður fjarlægð í kjölfar kvartana forsetans um að myndin væri óaðlaðandi.
„Engum líkar við slæma mynd af sér, en sú sem er í Colorado, í ríkisþinghúsinu, sett upp af ríkisstjóranum, ásamt öllum öðrum forsetum, er skrumskæling,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social.
Það var breska listakonan Sarah Boardman sem málaði myndina. Hún hefur einnig gert málverk af öðrum forsetum Bandaríkjanna eins og Barack Obama, sem Trump telur að hafi tekist mun betur en hans eigin mynd.
„Listamaðurinn gerði einnig málverk af forseta Obama, og hann lítur frábærlega út, en myndin af mér er sannarlega sú versta.“
Verkið af Trump hefur hangið í þinghúsinu í tæp sex ár eða frá árinu 2019 en það var repúblikaninn Jared Polis sem hvatti ríkisstjóra Colorado að taka niður málverkið.
Hér má sjá umrætt málverk.