Hafa sent þrjú þúsund hermenn til viðbótar á þessu ári

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Yfirvöld í Suður-Kóreu segir að Norður-Kórea hafi sent þrjú þúsund hermenn til viðbótar til Rússlands á þessu ári og séu enn að útvega Rússum flugskeyti, stórskotalið og skotfæri í stríðinu gegn Úkraínumönnum.

Suður-Kóreumenn hafa sakað Kom Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, um að hafa sent þúsundir hermanna til Rússlands en Rússar og Norður-Kóreumenn undirrituðu víðtækan hernaðarsamning á síðasta ári.

„Áætlað er að þrjú þúsund hermenn til viðbótar hafi verið sendir á tímabilinu janúar til febrúar sem liðsauki,“ segir hershöfðingi S-Kóreu.

Af fyrstu 11 þúsund hermönnum Norður-Kóreu sem sendir voru til Rússlands er talið að fjögur þúsund hafi verið drepnir eða særðir.

Yfirmenn hersins í Suður-Kóreu segja að hingað til sé metið að Norður-Kórea hafi lagt fram fram umtalsvert magn af skammdrægum eldflaugum auk um 220 eininga af 170 mm sjálfknúnum byssum og 240 mm fjölflaugarskotum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert