Hafa sent þrjú þúsund hermenn til viðbótar á þessu ári

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Yf­ir­völd í Suður-Kór­eu seg­ir að Norður-Kórea hafi sent þrjú þúsund her­menn til viðbót­ar til Rúss­lands á þessu ári og séu enn að út­vega Rúss­um flug­skeyti, stór­skota­lið og skot­færi í stríðinu gegn Úkraínu­mönn­um.

Suður-Kór­eu­menn hafa sakað Kom Jong Un, leiðtoga Norður-Kór­eu, um að hafa sent þúsund­ir her­manna til Rúss­lands en Rúss­ar og Norður-Kór­eu­menn und­ir­rituðu víðtæk­an hernaðarsamn­ing á síðasta ári.

„Áætlað er að þrjú þúsund her­menn til viðbót­ar hafi verið send­ir á tíma­bil­inu janú­ar til fe­brú­ar sem liðsauki,“ seg­ir hers­höfðingi S-Kór­eu.

Af fyrstu 11 þúsund her­mönn­um Norður-Kór­eu sem send­ir voru til Rúss­lands er talið að fjög­ur þúsund hafi verið drepn­ir eða særðir.

Yf­ir­menn hers­ins í Suður-Kór­eu segja að hingað til sé metið að Norður-Kórea hafi lagt fram fram um­tals­vert magn af skammdræg­um eld­flaug­um auk um 220 ein­inga af 170 mm sjálf­knún­um byss­um og 240 mm fjöl­flaug­ar­skot­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert