Önnur handtaka í drápssamkomulagsmáli

Mál sem snerist um manndráp í Stavanger í öndverðu teygir …
Mál sem snerist um manndráp í Stavanger í öndverðu teygir anga sína nú til Bretlands og Svíþjóðar. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Átján ára gam­all maður sem hand­tek­inn var í Hudders­field í Bretlandi í síðustu viku teng­ist máli sem norska rann­sókn­ar­lög­regl­an Kripos rann­sak­ar og snýst um mann­dráp sem lögð höfðu verið á ráðin um í Stavan­ger. Sá sem hand­tek­inn var í Bretlandi hafði tvö skot­vopn í fór­um sín­um og tel­ur norska lög­regl­an – en hand­tak­an var fram­kvæmd eft­ir ábend­ingu henn­ar – að hann hafi einnig haft ákveðið skot­mark í huga.

„Við rann­sókn­ina á því sem við telj­um að sé sam­komu­lag um mann­dráp í Stavan­ger kom­umst við á snoðir um að annað dráp stæði fyr­ir dyr­um í Bretlandi,“ seg­ir John Ivar Johan­sen, lögmaður rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar Kripos, í frétta­til­kynn­ingu.

Talið teygja sig til Svíþjóðar

Í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK seg­ir hann Kripos gruna að einn hinna hand­teknu í Nor­egi, en þar hafa nokkr­ar hand­tök­ur verið fram­kvæmd­ar, teng­ist skipu­lagn­ingu dráps í Bretlandi. Tek­ur lögmaður­inn þó fram að rann­sókn­in sé skammt á veg kom­in, en lög­regl­an telji málið teygja sig til sænskra glæpa­gengja.

Kveður hann málið sýna hve mik­il­vægt alþjóðasam­starf lög­reglu sé norsku lög­regl­unni, en 16 ára gam­all pilt­ur, sem hand­tek­inn var á Gardermoen-flug­vell­in­um í Nor­egi í síðustu viku, er grunaður um að tengj­ast breska mál­inu auk þess norska.

Alls eru fimm manns nú í haldi lög­reglu vegna máls­ins, þar af tveir und­ir lögaldri, og úti­lok­ar Johan­sen ekki fleiri hand­tök­ur.

Kripos um ára­bil varað við

Krist­in Kvig­ne for­stöðumaður Kripos kveður ástæðu til að hafa áhyggj­ur af þróun mála í ljósi þessa máls og bend­ir á skýrslu stofn­un­ar­inn­ar um ógn­ir í Nor­egi árið 2025. Sé þetta mál gott dæmi um slík­ar ógn­ir.

„Það er áhyggju­efni að við sjá­um norska ung­linga sem fengn­ir hafa verið til að fremja of­beld­is­verk. Ég get ekki tjáð mig um rann­sókn­ina, en Kripos hef­ur um ára­bil varað við því að sú óöld sem nú rík­ir í Svíþjóð smit­ist yfir til Nor­egs,“ seg­ir Krist­in Kvig­ne við NRK.

NRK

NRK-II (Stavan­ger-hluti máls­ins)

NRK-III (Johan­sen ræðir málið)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert