Segir „enga sigurvegara“ í tollastríði

„Það eru engir sigurvegarar í viðskiptastríði eða tollastríði,“ sagði Guo …
„Það eru engir sigurvegarar í viðskiptastríði eða tollastríði,“ sagði Guo Jiakun. AFP/Frederic J. Brown

Kínverska utanríkisráðuneytið segir „enga sigurvegara“ í tollastríði, í kjölfar tilkynningar Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta á varanlegum 25% tollum á alla inn­flutta bíla, sem taka munu gildi 2. apríl.

„Það eru engir sigurvegarar í viðskiptastríði eða tollastríði. Þróun og velmegun hefur ekki verið náð fram neins staðar með því að leggja á tolla,“ sagði Guo Jiakun, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, á fréttafundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert