Eric Lombard, fjármálaráðherra Frakklands, segir tolla Donalds Trump Bandaríkjaforseta á bílainnflutning „mjög slæmar fréttir og ósamvinnuþýða ákvörðun“, sem gefi Evrópusambandinu engra annarra kosta völ en að gjalda líku líkt.
Greint var frá því í gær að Trump ætli að leggja varanlega 25% tolla á alla innflutta bíla til að styðja við innlenda bílaframleiðslu Bandaríkjanna. Þetta gæti reynst högg fyrir evrópska bílaframleiðslu, en einnig bandaríska. Tollarnir taka gildi 2. apríl og ná til allra bíla sem ekki eru framleiddir á bandarískri grundu.
„Fjandskapurinn er að aukast,“ sagði Lombard í útvarpsviðtali.
„Eina lausnin fyrir Evrópusambandið verður að hækka tolla á bandarískar vörur til að bregðast við þessu.“