Segir tolla Trumps „ósamvinnuþýða ákvörðun“

Eric Lombard, fjármálaráðherra Frakklands, segir einu lausnina fyrir ESB vera …
Eric Lombard, fjármálaráðherra Frakklands, segir einu lausnina fyrir ESB vera að hækka tolla á bandarískar vörur. AFP/Alain Jocard

Eric Lombard, fjármálaráðherra Frakklands, segir tolla Donalds Trump Bandaríkjaforseta á bílainnflutning „mjög slæmar fréttir og ósamvinnuþýða ákvörðun“, sem gefi Evrópusambandinu engra annarra kosta völ en að gjalda líku líkt.

Greint var frá því í gær að Trump ætli að leggja var­an­lega 25% tolla á alla inn­flutta bíla til að styðja við inn­lenda bíla­fram­leiðslu Bandaríkjanna. Þetta gæti reynst högg fyr­ir evr­ópska bíla­fram­leiðslu, en einnig banda­ríska. Toll­arn­ir taka gildi 2. apríl og ná til allra bíla sem ekki eru fram­leidd­ir á banda­rískri grundu.

„Fjandskapurinn er að aukast,“ sagði Lombard í útvarpsviðtali.

„Eina lausnin fyrir Evrópusambandið verður að hækka tolla á bandarískar vörur til að bregðast við þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert