Óttast er að að minnsta kosti sex hafi farist eftir að kafbátur með ferðamenn innanborðs sökk undan strönd egypsku borgarinnar Hurghada í Rauðahafinu dag.
Nokkrir slösuðust en 29 manns var bjargað. Um 45 farþegar voru í bátnum og eru þeir allir taldir vera rússneskir ríkisborgarar.
Þetta er annað sjóslysið í Rauðahafinu á síðasta hálfa ári en í nóvember síðastliðnum sökk bátur sem flutti meira en 40 manns, nálægt egypska dvalarstaðnum Marsa Allam, þar sem 11 manns voru ófundnir eða taldir látnir.
Ástæður harmleiksins eru ekki ljósar enn þá að sögn egypskra yfirvalda.
Margir ferðamenn sækja Hurghada heim á hverju ári en kóralrif Rauðahafsins og eyjar fyrir utan austurströnd Egyptalands eru mikið aðdráttarafl.