Sex létust þegar kafbátur sökk

Kafbáturinn sökk undan strönd egypsku borgarinnar Hurghada.
Kafbáturinn sökk undan strönd egypsku borgarinnar Hurghada. Ljósmynd/X

Ótt­ast er að að minnsta kosti sex hafi far­ist eft­ir að kaf­bát­ur með ferðamenn inn­an­borðs sökk und­an strönd egypsku borg­ar­inn­ar Hurg­hada í Rauðahaf­inu dag.

Nokkr­ir slösuðust en 29 manns var bjargað. Um 45 farþegar voru í bátn­um og eru þeir all­ir tald­ir vera rúss­nesk­ir rík­is­borg­ar­ar.

Þetta er annað sjó­slysið í Rauðahaf­inu á síðasta hálfa ári en í nóv­em­ber síðastliðnum sökk bát­ur sem flutti meira en 40 manns, ná­lægt egypska dval­arstaðnum Marsa Allam, þar sem 11 manns voru ófundn­ir eða tald­ir látn­ir.

Ástæður harm­leiks­ins eru ekki ljós­ar enn þá að sögn egypskra yf­ir­valda.

Marg­ir ferðamenn sækja Hurg­hada heim á hverju ári en kór­alrif Rauðahafs­ins og eyj­ar fyr­ir utan aust­ur­strönd Egypta­lands eru mikið aðdrátt­ar­afl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert