„Slæmar fréttir fyrir þýska bílaframleiðendur“

„Það verður að vera ljóst að við munum ekki gefa …
„Það verður að vera ljóst að við munum ekki gefa eftir. Við þurfum að sýna styrk og sjálfstraust,“ sagði Habeck. AFP/Tobias Schwarz

Robert Habeck, efnahagsráðherra Þýskalands, segir Evrópusambandið verða að bregðast við bandarískum tollum á innflutta bíla af krafti.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að varanlegir 25% tollar verði lagðir á alla innflutta bíla, til að styðja við innlenda bílaframleiðslu. Þeir munu taka gildi 2. apríl og ná til allra bíla sem ekki eru framleiddir á bandarískri grundu.

„Það verður að vera ljóst að við munum ekki gefa eftir. Við þurfum að sýna styrk og sjálfstraust,“ sagði Habeck, en tollarnir væru „slæmar fréttir fyrir þýska bílaframleiðendur, fyrir þýskt efnahagslíf, fyrir ESB, en einnig fyrir Bandaríkin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert