Myndskeið: Öngþveiti á spítala í höfuðborginni

Hundruð slasaðra hafa verið fluttir á sjúkrahús í höfuðborg Mjanmar, Naypydaw, þeir sem þeir eru meðhöndlaðir utandyra sökum skemmda sem urðu á sjúkrahúsun í jarðskjálftunum sem þar gengu yfir í morgun. Rétt er að vara við myndefni sem fylgir þessari frétt.

Mældist fyrri skjálft­inn mæld­ist 7,7 að stærð og tólf mín­út­um síðar reið ann­ar yfir, 6,4 að stærð.

Leiðtogi her­for­ingja­stjórn­ar­inn­ar í Mjan­mar, Min Aung Hlaing, hefur greint frá því að 144 hafi lát­ist og 732 hafi særst í Mjanmar og varað við að dán­artal­an gæti hækkað enn frek­ar.

Frá borginni Mandalay í Mjanmar í dag.
Frá borginni Mandalay í Mjanmar í dag. AFP

Þá hafa einnig átta dauðsföll verið staðfest í Taílandi, en þar fundur jarðsjálftarnir greinilega og hrundi ókláruð bygging í kjölfar þeirra. Um 320 starfs­menn voru í bygg­ing­unni á þeim tíma og er búist við að dánartala hækki einnig þar.

Hlaing hef­ur boðið öll­um þjóðum og stofn­un­um sem vilja veita aðstoð að koma til Mjan­mar til að hjálpa við björg­un­ar- og hjálp­ar­starf.

Björgunarsveitarmaður reynir að ná fólki úr hruninni byggingu í Naypydaw.
Björgunarsveitarmaður reynir að ná fólki úr hruninni byggingu í Naypydaw. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert