Óttast að mörg hundruð séu látnir í Mjanmari

Margar byggingar í Bangkok hrundu í jarðskjálftunum.
Margar byggingar í Bangkok hrundu í jarðskjálftunum. AFP

70 byggingarverkamanna er saknað eftir að 30 hæða ókláruð bygging hrundi í Bangkok í Taílandi eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar og Taíland í morgun.

Skjálftinn mældist 7,7 að stærð og tólf mínútum síðar reið annar yfir, 6,4 að stærð.

320 starfsmenn voru í byggingunni þegar hún hrundi. Fjöldi dauðsfalla er óljós og hefur vettvangssjúkrahús verið komið upp á vettvangi þar sem björgunarmenn halda áfram að leita að eftirlifendum. 

„Þegar ég kom til að skoða staðinn heyrði ég fólk kalla á hjálp og segja hjálpið mér,“ sagði Worapat Sukthai, aðstoðarlögreglustjóri Bang Sue-héraðs, við AFP-fréttaveituna.

Óttast er að mörg hundruð séu látnir í Mjanmar en fjöldi fólks var flutt á sjúkrahús í höfuðborginni, Naypyidaw, þar sem gert var að særðum utandyra vegna skemmda á byggingunni.

Skjálftarnir fundust víða, meðal annars í en Kína, Kambódíu, Bangladess og Indlandi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir bæði í Mjanmar og á Taílandi.

Sjúklingar liggja á rúmum fyrir utan Phramongkutklao sjúkrahúsið í Bangkok.
Sjúklingar liggja á rúmum fyrir utan Phramongkutklao sjúkrahúsið í Bangkok. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert