Björguðu konu á lífi 30 tímum eftir skjálftann

Phyu Lay Khaing er bjargað úr rústum Sky Villa Condo …
Phyu Lay Khaing er bjargað úr rústum Sky Villa Condo byggingunni. AFP/Sai Aung Main

Björgunarsveitarmenn fundu fyrr í dag konu á lífi í rústum Sky Villa Condominium, fjölbýlishúss í Mandalay, 30 klukkustundum eftir að öflugur jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar.

Hinni þrítugu Phyu Lay Khaing, var bjargað úr rústunum og hún borin á börum að eiginmanni sínum, Ye Aung, sem beið með viðbragðsaðilum og fylgdi henni á sjúkrahús.

Ye Aung (fyrir miðju) bíður eftir fregnum af eiginkonu sinni, …
Ye Aung (fyrir miðju) bíður eftir fregnum af eiginkonu sinni, sem er föst undir rústum byggingarinnar. AFP/Sai Aung Main

Sky Villa Condom­ini­um er meðal þeirra bygginga sem urðu verst úti í skjálft­an­um, sem mæld­ist 7,7 að stærð. Á fimmta tug hefur verið bjargað en talið er að allt að 90 manns geti verið fastir undir rústunum.

Phyu Lay Khaing borin á börum að hitta eiginmann sinn, …
Phyu Lay Khaing borin á börum að hitta eiginmann sinn, Ye Aung (til hægri). AFP/Sai Aung Main

Yfir 1.000 manns hafa lát­ist í kjöl­far skjálft­ans en fjar­skiptainnviðir eru illa farnir og raun­veru­legt um­fang ham­far­anna er rétt að byrja að koma í ljós.

Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir landið í ára­tugi og Mandalay, sem er næst­stærsta borg­in með rúm­lega 1,7 millj­ón­ir íbúa, hef­ur orðið illa úti.

Endurfundir hjónanna, Ye Aung og Phyu Lay Khaing.
Endurfundir hjónanna, Ye Aung og Phyu Lay Khaing. AFP/Sai Aung Main
Ye Aung tekur utan um eiginkonu sína, Phyu Lay Khaing, …
Ye Aung tekur utan um eiginkonu sína, Phyu Lay Khaing, eftir að henni var bjargað undan rústum byggingarinnar. AFP/Sai Aung Main
Phyu Lay Khaing er flutt á börum í sjúkrabíl á …
Phyu Lay Khaing er flutt á börum í sjúkrabíl á spítala, eftir að hafa verið bjargað undan rústunum. AFP/Sai Aung Main
Ye Aung fylgir eiginkonu sinni, Phyu Lay Khaing, á spítala …
Ye Aung fylgir eiginkonu sinni, Phyu Lay Khaing, á spítala eftir að henni var bjargað undan rústum Sky Villa Condo byggingarinnar. AFP/Sai Aung Main
Unnið er að fundi og björgun fleira fólks frá rústum …
Unnið er að fundi og björgun fleira fólks frá rústum byggingarinnar. AFP/Sai Aung Main
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka