Heimsókn undirstrikar Grænlandsáhuga

Bandarísku varaforsetahjónin J.D. og Usha Vance snæða með bandarískum hermönnum …
Bandarísku varaforsetahjónin J.D. og Usha Vance snæða með bandarískum hermönnum í Pituffik-geimherstöðinni á Grænlandi í gær. AFP/Jim Watson

Augu heimsins beindust enn að Grænlandi í gær þegar J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, Usha eiginkona hans, Mike Waltz þjóðaröryggisráðgjafi, Chris Wright orkumálaráðherra Bandaríkjanna og fleiri embættismenn heimsóttu bandarísku Pituffik-geimherstöðina á Grænlandi.

„Forsetinn hefur mikinn áhuga á öryggismálum á heimskautasvæðinu og eins og þið vitið mun mikilvægi þeirra halda áfram að aukast á næstu áratugum,“ sagði Vance þegar hann ávarpaði hermenn í herstöðinni.

Almennt er litið svo á að heimsókn varaforsetans, sem er hæst setti bandaríski embættismaðurinn sem farið hefur til Grænlands, sé ætlað að undirstrika enn frekar yfirlýstan áhuga Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á að koma Grænlandi undir bandarísk yfirráð.

Grænlendingar hafa tekið yfirlýsingum Bandaríkjastjórnar kuldalega og ráðherrar í nýrri heimastjórn Grænlands, sem mynduð var í gær, undirstrikuðu að virða ætti lýðræðislegan vilja Grænlendinga til að ráða eigin málum án erlendrar íhlutunar. Þá hefur Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana gagnrýnt að bandarískir ráðamenn fari óboðnir til Grænlands.

Grænlendingar mótmæltu ásælni Bandaríkjanna.
Grænlendingar mótmæltu ásælni Bandaríkjanna. AFP/Christian Klindt Sølbeck

Upphaflega áformaði Usha Vance að fara ein til Grænlands ásamt syni sínum til að kynna sér grænlenska menningu og vera m.a. viðstödd hundasleðakeppni í bænum Sisimiut. En Grænlendingar brugðust illa við þeim áformum og boðuðu mótmælaaðgerðir. Heimsókninni til Sisimiut var aflýst og í staðinn var ferðin til Pituffik á norðvesturströnd Grænlands skipulögð.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert