Fundust á lífi í rústunum eftir 60 klukkustundir

Enn er leitað í kappi við tímann að eftirlifendum í …
Enn er leitað í kappi við tímann að eftirlifendum í rústunum. AFP/Sai Aung Main

Fjórum einstaklingum var bjargað á lífi úr rústum byggingar í Mjanmar í dag, um 60 klukkutímum eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið þar yfir á föstudag. BBC greinir frá.

Fólkinu var bjargað úr rústum skólabyggingar í Sagaing í norðurhluta Mjanmar, en einhverjir fundust einnig látnir í rústunum.

AFP/Sai Aung Main

Staðfest er að minnsta kosti 1.700 eru látnir eftir skjálftann og um 3.400 eru slasaðir. Um 300 manns er enn saknað. 

Viðbragðsaðilar leita áfram í kappi við tímann að eftirlifendum í rústunum, en neyðaraðstoð hefur ekki borist á öll svæði og hafa íbúar þar sjálfir þurft að grafa í rústunum með handaafli.

Þá er einnig staðfest að 18 eru látnir í Bangkok í Taílandi, eftir skjálftann og er 76 enn saknað, eftir að háhýsi á byggingarstigi hrundi til grunna.

AFP/Sai Aung Main
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka