Alexander Stubb Finnlandsforseti heimsótti Donald Trump, starfsbróður sinn vestan Atlantshafsins, í gær.
Þeir Trump og Stubbs snæddu saman bæði dögurð og hádegisverð og tóku þátt í golfmóti á Trump International golfvellinum í Palm Beach í Flórída og áttu samtal um að styrkja tvíhliða samstarf ríkjanna.
Donald Trump sagði frá heimsókninni á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Þar sagði hann að þeir starfsbræðurnir hlökkuðu til að styrkja samstarf ríkjanna sem fæli meðal annars í sér viðskipti með fjölmarga ísbrjóta en Finnar eru leiðandi framleiðendur ísbrjóta í heiminum.
just played a round of Golf with Alexander Stubb, President of Finland. He is a very good player, and we won the Men’s Member-Guest Golf Tournament at Trump International Golf Club in Palm Beach County, with the Legendary Gary Player, Senator Lindsey Graham, and former…
— Donald J. Trump Posts From His Truth Social (@TrumpDailyPosts) March 29, 2025
Trump og Stubbs ræddu einnig utanríkismál og þar á meðal málefni Úkraínu en Volodimír Selenskí fundaði með Stubb í Helsinki í síðustu viku.
Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham hrósaði golfhæfileikum Stubbs í færslu á X en Graham tók einnig þátt í mótinu.
Stubbs lék golf á námsárum sínum við Furman háskólann í Suður-Karólínu.
Fyrir heimsókn sína hafði Stubb látið hafa eftir sér að hann myndi vilja leika golf með Trump og að ísbrjótar gætu hjálpað Finnlandi að viðhalda góðum tengslum við Bandaríkin og Trump forseta.