Skotum hleypt af í unglingapartíi

Fórnarlömbin eru 16 til 21 árs.
Fórnarlömbin eru 16 til 21 árs. Ljósmynd/Colourbox

Tveir létust og fjórir eru særðir eftir að skotum var hleypt af í unglingapartíi í borginni Tacoma í Washingtonfylki í Bandaríkjunum. Fórnarlömbin eru 16 til 21 árs.

Bandaríska fréttaveitan ABC News greinir frá. 

Þegar lögregla kom á vettvang kom hún að 30-40 ungmennum sem hlupu og öskruðu af hræðslu. Lögregla hafði fengið tilkynningu um að slagsmál hafi brotist út á svæðinu. Stuttu áður en lögregla kom á vettvang var skotum hleypt af. 

Ungur karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka