Tala látinna hækkar

Mikil sorg ríkir í Mjanmar.
Mikil sorg ríkir í Mjanmar. AFP/Lillian Suwarnrumpa

Minnst 1.700 manns eru látnir í Mjanmar og sautján í Tælandi vegna jarðskjálfta sem reið þar yfir á föstudag. 

Fyrsti skjálftinn var 7,7 að stærð. Nokkrum mínútum síðar kom eftirskjálfti sem var 6,7 að stærð.

Fjöldi fólks hefur misst ástvini.
Fjöldi fólks hefur misst ástvini. AFP/Lillian Suwarnrumpa

Al­var­leg­ur skort­ur á lækn­inga­búnaði hef­ur hamlað viðbragðsaðilum og heil­brigðis­starfs­fólki við að hlúa að þeim sem slösuðust.

Hundruð manna eru tald­ir fast­ir und­ir rúst­um bygg­inga, en fjöldi bygginga hrundi vegna skjálftanna. Mik­il þörf er fyr­ir mannúðaraðstoð.

Íbúar hafa leitað ástvina sinna í rústunum. Í Tælandi er 82 saknað en í Mjanmar er enn leitað að um 300 manns. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka