Ætla að sýna Adolescence í öllum skólum landsins

Erin Doherty og Owen Cooper í hlutverkum sínum í Adolescence.
Erin Doherty og Owen Cooper í hlutverkum sínum í Adolescence. Skjáskot/Netflix

Dramaþáttaröðin Adolescence verður sýnd í öllum grunnskólum Bretlands. Frá þessu er greint í sameiginlegri yfirlýsingu skrifstofu forsætisráðherrans og streymisveitunnar Netflix, sem framleiddi þættina.

Þættirnir eru fjórir talsins og hafa hlotið lof fyrir hvernig þeir fjalla um karlmennsku, kvenfyrirlitningu meðal drengja og samfélagsmiðlanotkun ungmenna.

„Við erum ótrúlega stolt af áhrifunum sem þættirnir hafa haft og við gleðjumst yfir því að geta sýnt þættina í öllum skólum Bretlands,“ sagði Anna Mensah, sem er yfir framleiðslu bresks efnis hjá Netflix. 

Sagði hún þáttaröðina fanga þann þrýsting sem ungt fólk og foreldrar upplifa.

Í sameignlegri yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherrans og Netflix er greint …
Í sameignlegri yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherrans og Netflix er greint frá því að þættirnir verði sýndir í öllum grunnskólum Bretlands. AFP/Jack Taylor
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert