Bandarískir hermenn fundust látnir í Litháen

Skriðdrekinn hafnaði úti í mýri þegar hermennirnir voru á æfingu. …
Skriðdrekinn hafnaði úti í mýri þegar hermennirnir voru á æfingu. Björgunarfólk þurfti að grafa hann upp. AFP

Þrír af fjórum bandarískum hermönnum sem hefur verið saknað í Litháen frá því í síðustu viku fundust í dag látnir, að sögn Bandaríkjahers. Líkin fundust í skriðdreka sem hafði hafnað í mýri.

Á fimmtudag fengu yfirvöld í Litháen tilkynningu að fjögurra hermanna væri saknað eftir heræfingu í Pabarde í austanverðu landinu, í nágrenni við landamærin að Hvíta-Rússlandi.

Leitar- og björgunarfólk nýtti þungavinnuvélar til að fjarlægja botnleðju úr vatnshloti þar sem talið var að skriðdrekinn hefði hafnað. Að mánudagsmorgni tókst viðbragðsaðilum svo að toga farartækið úr vatninu og fundust þar þrír hermenn látnir.  

Eins enn leitað

Fjórða hermannsins er enn leitað, segir í yfirlýsingu frá Evrópu- og Afríkudeild Bandaríkjahers.

„Orð geta ekki lýst þakklæti okkar til þeirra sem hafa komið dag og nótt að þessari umfangsmiklu leit,“ hefur AFP eftir Christopher Norrie, yfirherforingja herdeildarinnar sem hermennirnir tilheyrðu.

Ríflega þúsund bandarískir hermenn eru staddir í Litháen hverju sinni, en landið er aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert