Víðtæk leit stendur nú yfir að ellefu ára stúlku sem féll í Thames-ána í austurhluta Lundúna rétt eftir hádegi í dag.
Sky News greinir frá.
Að sögn lögreglu barst tilkynning um að stúlkan hefði fallið í ána nálægt Barge House Causeway, ekki langt frá London City-flugvellinum, um klukkan 13.15 í dag.
Aðstandendum stúlkunnar hefur verið gert viðvart.