Fjórir eru látnir og tveggja er saknað eftir slys í kolanámu í Asturias-héraði á Norðvestur-Spáni í morgun.
Þrír voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús að sögn yfirvalda í héraðinu. Tveir hinna slösuðu hlutu brunasár en sá þriðji höfuðhögg. Talið er að sprenging hafi átt sér stað í námunni.
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sendi fjölskyldum fórnarlambanna innilegar samúðarkveðjur og óskaði hinum slösuðu skjóts bata í yfirlýsingu.
Un sentido abrazo a los familiares de las víctimas mortales del accidente producido en una mina en Degaña, Asturias. Y mi deseo de una pronta recuperación a quienes han resultado heridos.
— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) March 31, 2025
Gracias a los servicios de emergencia que están trabajando en las labores de rescate.