Fjórir látnir eftir námuslys á Spáni

Frá kolanámunni í Asturias-héraði.
Frá kolanámunni í Asturias-héraði.

Fjórir eru látnir og tveggja er saknað eftir slys í kolanámu í Asturias-héraði á Norðvestur-Spáni í morgun.

Þrír voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús að sögn yfirvalda í héraðinu. Tveir hinna slösuðu hlutu brunasár en sá þriðji höfuðhögg. Talið er að sprenging hafi átt sér stað í námunni.

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sendi fjölskyldum fórnarlambanna innilegar samúðarkveðjur og óskaði hinum slösuðu skjóts bata í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert