Fleiri en tvö þúsund látnir

Frá Mandalay í dag. Hundruð sjúklinga eru meðhöndlaðir utandyra eftir …
Frá Mandalay í dag. Hundruð sjúklinga eru meðhöndlaðir utandyra eftir að sjúkrahúsið í borginni var rýmt. AFP

Tala látinna í Mjanmar er nú 2.056 eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir landið á föstudag. Yfir 3.900 manns eru slasaðir.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá herforingjastjórninni í Mjanmar, sem greinir jafnframt frá því að enn sé 270 manns saknað.

Vonir um að finna fleiri á lífi í rústunum í höfuðborginni Mandalay hafa dvínað.

Aðstæður til leitarstarfa eru erfiðar, meðal annars vegna mikils hita, en búist er við að hitinn nái allt að 40 stigum í dag.

Þá stendur enn yfir leit að 73 byggingarverkamönnum í Bangkok, höfuðborg Taílands, sem er saknað eftir að 30 hæða skýjakljúfur hrundi í kjölfar skjálftans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert