Kona á þrítugsaldri hefur verið handtekin í Bretlandi eftir að lík ungabarns fannst í poka í Notting Hill-hverfinu í Lundúnum.
Sky greinir frá því að barnið hafi verið nýfætt og fundist í Marks & Spencer-poka fyrir utan kirkju.
Að sögn lögregluyfirvalda í Lundúnum var konan handtekin og er grunuð um að hafa falið fæðingu sína, vanrækslu og ungbarnaborð.
Konan var flutt tafarlaust á nærliggjandi sjúkrahús til að tryggja að hún fengi nauðsynlega læknishjálp og dvelur hún þar sem stendur.
Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að krufning á barninu verði framkvæmd síðar í vikunni, og að hún muni veita meiri upplýsingar um það sem leiddi til dauða barnsins.