Munu ákveða sína eigin framtíð

Jens-Frederik Nielsen hinn nýi formaður grænlensku landsstjórnarinnar.
Jens-Frederik Nielsen hinn nýi formaður grænlensku landsstjórnarinnar. AFP

Jens-Frederik Nielsen, hinn nýi formaður grænlensku landsstjórnarinnar, lýsti því yfir í gær að Grænland myndi aldrei verða hluti af Bandaríkjunum, en Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir um helgina að hann væri „100% viss“ um að Bandaríkin myndu „fá Grænland“.

Nielsen sagði í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni að það væri rangt. „Bandaríkin munu ekki fá Grænland. Við tilheyrum engum öðrum. Við ákveðum okkar eigin framtíð,“ sagði Nielsen.

Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að ekki sé hægt að gefa sér að Trump vilji fá pólitísk yfirráð yfir Grænlandi, því að hann tjái sig oft með óhefðbundnum hætti um málefni. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag og nýja Mogga-appinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka