Vonir hafa dvínað um að finna fleiri á lífi

Drengur stendur á rústum hrundrar byggingar í Mandalay.
Drengur stendur á rústum hrundrar byggingar í Mandalay. AFP

Vonir um að finna fleiri á lífi í rústunum í Mandalay eftir jarðskjálftann öfluga sem reið yfir í Mjanmar og nágrannaríkið Taílandi á föstudaginn hafa dvínað.

Tala látinna í Mjanmar er komin í 1.700 og er fjölmargra saknað en stærsti skjálftinn mældist 7,7 að stærð. Þá er 18 látnir í Taílandi og 78 byggingaverkamanna er saknað eftir að 30 hæða bygging sem var í smíðum hrundi.

Margir íbúar Mandalay, höfuðborgar Mjanmar, eyddu þriðju nóttinni í röð undir berum himni en aðstæður til leitarstarfa eru afar erfiðar sökum hita en reiknað er með að hitinn fari upp í 40 stig í dag. Sjúkrahúsið í Mandalay var rýmt og hafa hundruð sjúklinga verið meðhöndlaðir utandyra.

Skjálftarnir ollu gríðarlegri eyðileggingu í Mandalay þar sem byggingar og brýr hrundu og margar götur fóru hreinlega í sundur. Fyrir skjálftann á föstudag voru um 3,5 milljónir manna á flótta vegna borgarastríðsins sem geisað hefur í landinu og ríkir mikil neyð í þessu fátæka ríki.

Í Bangkok, höfuðborg Taílands, stendur enn yfir leit af 73 byggingarverkamönnum sem er saknað eftir að 30 hæða skýjakljúfur hrundi eins og spilaborg. 18 létust og 33 voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. Leitarhundar og drónar hafa verið notaðir til að leita í rústunum sem er nálægt Chatuchak markaðinum sem er vinsæll ferðamannastaður.

78 er enn saknað eftir að 30 hæða bygging hrundi …
78 er enn saknað eftir að 30 hæða bygging hrundi í skjálftanum í Bangkok í Taílandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka