Rubio og Rasmussen funda í vikunni

Lars Løkke Rasmussen og Marco Rubio. Ráðherrarnir munu hittast í …
Lars Løkke Rasmussen og Marco Rubio. Ráðherrarnir munu hittast í vikunni. Samsett mynd/AFP

Lars Løkke Rasmus­sen, ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur, mun hitta starfs­bróðir sinn Marco Ru­bio, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, á fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í vik­unni.

Frá þessu grein­ir ráðuneyti Rasmus­sen í til­kynn­ingu þar sem seg­ir að ekki verði rætt um Græn­land eða áhuga Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta um að vilja eign­ast landið. Seg­ir þó í til­kynn­ing­unni að rætt verði m.a. um ástandið í Úkraínu og ör­yggi í Evr­ópu. 

„Fund­ur­inn á milli Lars Løkke Rasmus­sen og Marco Ru­bio er áætlaður í tengsl­um við fund ut­an­rík­is­ráðherra Nato í Brus­sel á fimmtu­dag og föstu­dag,“ sagði í til­kynn­ingu danska ráðuneyt­is­ins. 

J.D. Vance vara­for­seti Banda­ríkj­anna og eig­in­kona hans, Usha Vance, heim­sóttu Græn­land í síðustu viku sem marg­ir töldu und­ir­strika enn frek­ar yf­ir­lýst­an áhuga Trumps á að ná yf­ir­ráðum á Græn­landi. 

Áhugi Trumps á Græn­landi hef­ur fallið í grýtt­an jarðveg hjá heima­mönn­um. Ný heima­stjórn Græn­lands hef­ur und­ir­strikað að virða eigi lýðræðis­leg­an rétt Græn­lend­inga til að ráða eig­in mál­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert