Finnar vilja út úr jarðsprengjubanni

Antti Hakkanen varnarmálaráðherra Finna.
Antti Hakkanen varnarmálaráðherra Finna. AFP

Finn­land mun á næst­unni draga sig úr Ottawa-sam­komu­lag­inu um bann við jarðsprengj­um og er það liður í breytt­um land­vörn­um í ljósi útþenslu­stefnu Rúss­lands.

Sam­hliða þessu verður mik­il áhersla lögð á upp­bygg­ingu herafl­ans og end­ur­nýj­un vopna­kerfa.

Til að fjár­magna það munu þrjú pró­sent af lands­fram­leiðslu renna til varn­ar­mála fyr­ir árið 2029, en Finn­ar verja nú 2,4 pró­sent­um til mála­flokks­ins.

Sam­komu­lagið var fyrst und­ir­ritað á alþjóðaráðstefnu í Ottawa í Kan­ada árið 1997 og kveður á um bann við notk­un, geymslu, fram­leiðslu og flutn­ingi á jarðsprengj­um sem beint er gegn fólki.

Síðan þá hafa alls 165 ríki heims und­ir­ritað sam­komu­lagið eða heitið því að vinna að mark­miðum þess. Banda­rík­in, Rúss­land, Kína og flest ríki Mið-Aust­ur­landa eru ekki aðilar að jarðsprengju­bann­inu.

Moskva ógn­ar ríkj­um Evr­ópu

Árás­ar­stríð Moskvu­valds­ins í Úkraínu og end­ur­tekn­ir stríðsglæp­ir hers­ins hafa ýtt við Evr­ópu og kynt und­ir þörf fyr­ir öfl­ugri herafla þar. Fleiri ríki hafa þegar lýst því yfir að þau muni á næst­unni segja sig úr Ottawa-sam­komu­lag­inu, þ.e. Pól­land, Eist­land, Lett­land og Litáen.

Ekki er úti­lokað að enn fleiri ríki Evr­ópu fari sömu leið áður en langt um líður.

Finn­land, sem jafn­framt er aðild­ar­ríki að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), á 1.340 kíló­metra löng landa­mæri að Rússlandi.

Hernaðarsér­fræðing­ar telja ljóst að jarðsprengju­belti verði lagt við landa­mær­in til að hægja á hugs­an­legri inn­rás Rúss­lands­hers, en fyr­ir eru víða við landa­mær­in skriðdreka­hindr­an­ir og skurðir.

Ný herkvaðning í Rússlandi

Rúss­lands­for­seti hef­ur gefið skip­un um að fjölga í herafl­an­um um 160 þúsund manns. Flest­ir þess­ara manna verða send­ir í land­her­sveit­ir og á fjölg­un­in að raun­ger­ast fyr­ir 15. júlí nk.

Er þetta fjöl­menn­asta herkvaðning þar í landi frá upp­hafi árás­ar­stríðsins í Úkraínu.

Bú­ast má við því að framtíðar­her­menn Rúss­lands verði karl­menn á aldr­in­um 18-30 ára og lík­lega munu þeir koma frá af­skekkt­um og fá­tæk­um svæðum, s.s. Síberíu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert