Hlutabréfaverð í Teslu á uppleið eftir dýfu

Elon Musk er ólíkindatól.
Elon Musk er ólíkindatól. AFP/SCOTT OLSON

Hluta­bréf í bíla­fyr­ir­tæk­inu Tesla hækkuðu í verði á hluta­bréfa­mörkuðum að nýju í dag eft­ir dýfu í kjöl­far þess að árs­fjórðungs­upp­gjör fyr­ir­tæk­is­ins var kynnt í morg­un. Kem­ur hækk­un­in í kjöl­far frétt­ar Politico um að Musk muni hætta eða í það minnsta draga veru­lega úr vinnu sinni í tengsl­um við niður­skurðaraðgerðir sem hann vinn­ur fyr­ir rík­is­stjórn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta. 

Hluta­bréf í Teslu féllu um 13% í morg­un eft­ir að árs­fjórðungs­upp­gjör fyr­ir­tæk­is­ins sýndi dræm­ari sölu en bú­ist hafði verið við í fyrri áætl­un­um. Um miðjan dag birt­ist hins veg­ar frétt í Politico um að Musk hygðist fljót­lega ein­beita sér að því að vera for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins að nýju í stað þess að leiða niður­skurðaraðgerðir Doge-hóps­ins. Við það hækkuðu hluta­bréf­in um 3,8%.

Marg­ir hafa furðað sig á stöðu Musks í rík­is­stjórn Trumps en hann hef­ur reglu­lega fengið að hafa sig frammi við rík­is­stjórn­ar­borðið án að hafa fengið form­legt umboð til þess. Sjálf­ur hef­ur Trump sagt að hann vilji hafa Musk sér við hlið eins lengi og auðið er en jafn­framt hef­ur Trump sagt að hann bú­ist við því að Musk muni að end­ingu snúa sér að stjórn­un fyr­ir­tækja sinna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert