Risastór vettvangur fyrir barnaníðsefni leystur upp

Aðgerðin náði til 38 landa.
Aðgerðin náði til 38 landa. Ljósmynd/Pexels/Boom

Lögreglan í Bæjaralandi hefur náð að leysa upp risastórt vefsvæði sem notað var fyrir myndefni af kynferðislegri misnotkun barna.

Vefsvæðið mátti finna á hinum svokallaða myrkravef.

Að sögn aðstoðaryfirmanns lögreglunnar í Bæjaralandi var um alþjóðlega aðgerð að ræða sem náði til 38 landa.

Þá var rannsóknin sú stærsta sem hefur nokkurn tímann verið framkvæmd undir forystu Europol, gegn vefsvæði af þessu tagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert