Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að 10% tollar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt á breskan útflutning til Bandaríkjanna muni klárlega hafa áhrif.
Trump tilkynnti í gær að Bandaríkin mun setja gagntolla á þjóðir um heim allan sem eru með tolla á innflutning vara frá Bandaríkjunum, þar að auki verður 10% lágmarkstollur á allar innfluttar vörur frá Bandaríkjunum.
Starmer segir að viðræður haldi áfram við stjórn Trumps og að hann muni berjast fyrir bestu samningum fyrir hönd Bretlands. Hann segir að enginn vinni í viðskiptastríði.
„Við lifum í breyttum heimi og við verðum að takast á við þessa áskorun. Ákvarðanir sem við tökum á næstu dögum og vikum verða eingöngu leiddar af þjóðarhagsmunum okkar, í þágu hagsmuna atvinnulífsins og í þágu fyrirtækja. En það er ljóst að enginn vinnur í viðskiptastríði,“ sagði Starmer í yfirlýsingu í morgun.
Hann segir að augljóslega verði efnahagsleg áhrif vegna þeirrar ákvörðunar sem Trump hefur tekið bæði fyrir Bretland og allan heiminn en að ríkistjórn hans muni bregðast við þeim af yfirvegun.