Hin „dæmalausa“ formúla Trumps útskýrð

Donald Trump, Bandaríkjaforseti heldur á töflu með tollaprósentu ríkja heims.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti heldur á töflu með tollaprósentu ríkja heims. AFP

Jón Bjarki Bents­son seg­ir „dæma­lausa“ formúlu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, sem notuð var til að ákv­arða toll­pró­sentu á þjóðir heims, fá menn til að klóra sér í höfðinu því hún eigi ekk­ert skylt við al­menna tolla­út­reikn­inga.

Hann seg­ir það al­gjöra jaðarskoðun að stefn­an sé heppi­leg fyr­ir efna­hag þjóða.

Formúl­an sem var notuð er ekki svo flók­in, en hún er um­deild.

Til þess að ákv­arða toll­pró­sent­una hafði Trump svo­kallaðan vöru­skipta­halla Banda­ríkj­anna við aðrar þjóðir, til hliðsjón­ar. Í ein­földu máli snýst hann um það að ef meira er flutt af vör­um frá til­tek­inni þjóð til Banda­ríkj­anna en frá Banda­ríkj­un­um á móti, þá skap­ast þessi halli. 

Trump skoðaði þenn­an mun á inn- og út­flutn­ingi, reiknaði svo hve mik­ill vöru­skipta­hall­inn væri, ef miðað er við heild­ar­út­flutn­ing þjóða til Banda­ríkj­anna. Deildi hann svo þess­um mun með tveim­ur.

Þannig ákv­arðaði hann toll­pró­sent­una á þjóðir heims. 

Tollagólfið, eða lægsti mögu­legi toll­ur sem Trump kynnti á miðviku­dag, var svo 10%. Sá toll­ur var lagður á þjóðir sem flytja meira inn af banda­rísk­um vör­um held­ur en þær flytja til Banda­ríkj­anna.

Meira flutt til Íslands en öf­ugt 

Ísland fell­ur í 10% flokk­inn ein­fald­lega af þeirri ástæðu að til Íslands er flutt meira af banda­rísk­um vör­um en flutt­ar eru á móti til Banda­ríkj­anna. Með öðrum orðum er vöru­jöfnuður nei­kvæður gagn­vart Banda­ríkj­un­um á Íslandi.

Ef tekið er dæmi um viðskipti Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins þá er vöru­skipta­hall­inn nei­kvæður um 39% út frá formúlu Banda­ríkja­manna. Af þeim sök­um setti Don­ald Trump 20% toll á vör­ur sem flutt­ar eru inn frá lönd­um ESB.

Hafa formúl­una að háði og spotti 

Hag­fræðing­ar heims­ins hafa keppst við að hafa formúl­una að háði og spotti og að sögn Jóns Bjarka Bents­son­ar aðal­hag­fræðings Íslands­banka hef­ur formúl­an ekk­ert að gera með al­menna tolla­út­reikn­inga.

Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá Íslandsbanka
Jón Bjarki Bents­son hag­fræðing­ur hjá Íslands­banka mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

Svo virðist sem fá­tæk­ari lönd heims hafi fengið hvað hæsta tolla á sig og helg­ast það ekki síst af því að þau lönd hafa síður efni á því að flytja inn banda­rísk­ar vör­ur.

„Ef við tök­um Víet­nam sem dæmi þá er þetta ekk­ert há­tækni­land held­ur eru þaðan flutt­ar inn mat­vör­ur, Nike-skór og íhlut­ir í tæki. Á móti er lítið um inn­flutn­ing frá Banda­ríkj­un­um inn í Víet­nam. Af þeim sök­um fengu þeir á sig him­in­há­an toll vegna þess­ar­ar dæma­lausu formúlu,“ seg­ir Jón Bjarki.

Ekki séð neinn mæla þessu bót 

Jafn­vel hörðustu stuðnings­menn Trumps í viðskipta­heim­in­um hafa gagn­rýnt tolla­áformin.

„Þegar þetta kem­ur við budd­una þá verða menn fljótt pirraðir,“ seg­ir Jón Bjarki.

En hef­ur hann mál­svara í ein­hverj­um máls­met­andi hag­fræðing­um?

„Nei, ég hef ekki séð neinn mæla þessu bót ef und­an er skilið fólkið sem stend­ur hon­um nærri, ein­hverj­ir efna­hags­ráðgjaf­ar. Ef­laust eru slík sjón­ar­mið til en það eru al­gjör jaðarskoðun í mínu fagi, að svona hörð tolla­stefna sé skyn­sam­leg,“ seg­ir Jón Bjarki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert