Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover ætlar að „gera hlé“ á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl vegna tollahækkana Bandaríkjastjórnar.
10 prósenta lágmarkstollar á flestallar innfluttar vörur til Bandaríkjanna tóku gildi á miðnætti.
„Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir vörumerki JLR. Á meðan við vinnum að nýjum samkomulögum við viðskiptavini okkar munum við gera stutt hlé á sendingum í apríl, á meðan við þróum langtímaáætlanir,“ sagði í yfirlýsingu framleiðandans.