Jaguar Land Rover stöðvar sendingar til Bandaríkjanna

Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover ætlar að „gera hlé“ á …
Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover ætlar að „gera hlé“ á bílasendingum til Bandaríkjanna AFP

Breski bíla­fram­leiðand­inn Jagu­ar Land Rover ætl­ar að „gera hlé“ á bíla­send­ing­um til Banda­ríkj­anna í apríl vegna tolla­hækk­ana Banda­ríkja­stjórn­ar. 

10 pró­senta lág­mark­s­toll­ar á flestall­ar inn­flutt­ar vör­ur til Banda­ríkj­anna tóku gildi á miðnætti.

„Banda­rík­in eru mik­il­væg­ur markaður fyr­ir vörumerki JLR. Á meðan við vinn­um að nýj­um sam­komu­lög­um við viðskipta­vini okk­ar mun­um við gera stutt hlé á send­ing­um í apríl, á meðan við þróum lang­tíma­áætlan­ir,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu fram­leiðand­ans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka