Musk telur tollaleysi æskilegt

Elon Musk telur að fríverslunarsamningur sé æskilegur á milli Evrópu …
Elon Musk telur að fríverslunarsamningur sé æskilegur á milli Evrópu og Bandaríkjanna. AFP/Chip Somodevilla

 Millj­arðamær­ing­ur­inn Elon Musk seg­ir að að hann hafi ráðið Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta frá því að leggja á hina háu tolla sem Banda­ríkja­menn hafa lagt á ríki heims.

Þá tel­ur Musk ráðlegt að gerður verði fríversl­un­ar­samn­ing­ur á milli Banda­ríkj­anna og evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

Full­trú­ar ESB hafa þegar sagt að þeir muni svara tollaaðgerðum Trumps með eig­in toll­um á banda­rísk­ar vör­ur.

Þetta kom fram þegar Musk ávarpaði flokksþing La liga á Ítal­íu í gegn­um myndsím­tal. La liga er sagður öfga-hægri flokk­ur.

„Ég vona að Evr­ópa og Banda­rík­in geti átt náið sam­starf,“ seg­ir Musk. Bæt­ir hann því við að æski­legt sé að Evr­ópa og Banda­rík­in geri með sér samn­ing um tolla­leysi. Eins tel­ur hann að auðvelda ætti fólki að sækja at­vinnu í Banda­ríkj­un­um og í lönd­um inn­an EES-svæðis­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert