Milljarðamæringurinn Elon Musk segir að að hann hafi ráðið Donald Trump Bandaríkjaforseta frá því að leggja á hina háu tolla sem Bandaríkjamenn hafa lagt á ríki heims.
Þá telur Musk ráðlegt að gerður verði fríverslunarsamningur á milli Bandaríkjanna og evrópska efnahagssvæðisins.
Fulltrúar ESB hafa þegar sagt að þeir muni svara tollaaðgerðum Trumps með eigin tollum á bandarískar vörur.
Þetta kom fram þegar Musk ávarpaði flokksþing La liga á Ítalíu í gegnum myndsímtal. La liga er sagður öfga-hægri flokkur.
„Ég vona að Evrópa og Bandaríkin geti átt náið samstarf,“ segir Musk. Bætir hann því við að æskilegt sé að Evrópa og Bandaríkin geri með sér samning um tollaleysi. Eins telur hann að auðvelda ætti fólki að sækja atvinnu í Bandaríkjunum og í löndum innan EES-svæðisins.