Myndir: Trump mótmælt víðs vegar um Bandaríkin

Þúsundir manna hafa safnast saman víðsvegar um Bandaríkin.
Þúsundir manna hafa safnast saman víðsvegar um Bandaríkin. AFP/Charly Triballeau

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta og Elon Musk, auðkýf­ingi og sam­starfs­manni Trump, hafa verið mót­mælt víða um heim í dag. Á ann­an tug þúsunda manna hafa safn­ast sam­an víðs veg­ar um Banda­rík­in þar sem stjórn­valdsákvörðunum Trumps er mót­mælt. 

„Hann er að rífa þetta land í sund­ur. Þetta er rík­is­stjórn kvart­ana,“ sagði einn mót­mæl­end­anna í sam­tali við AP-frétta­stof­una

Mót­mælt hef­ur verið í öll­um 50 ríkj­um Banda­ríkj­anna og voru þau skipu­lögð af yfir 150 hóp­um, þar á meðal mann­rétt­inda­sam­tök­um, verka­lýðsfé­lög­um, fyrr­ver­andi her­mönn­um og aðgerðar­sinn­um. Mót­mæl­in hafa verið friðsöm og ekki hafa borist frétt­ir af hand­tök­un­um í kjöl­farið. 

Mótmælin hafa farið fram í öllum ríkjum Bandaríkjanna.
Mót­mæl­in hafa farið fram í öll­um ríkj­um Banda­ríkj­anna. AFP/​Anna Mo­neyma­ker

Mót­mælt var víða um heim og meðal ann­ars var hóp­ur fólks fyr­ir fram­an sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Reykja­vík að mót­mæla í dag. 

Sam­tök demó­krata fyr­ir banda­ríska rík­is­borg­ara bú­setta er­lend­is ákváðu að skipu­leggja sam­bæri­leg mót­mæli og í Banda­ríkj­un­um í evr­ópsk­um stór­borg­um.

Mót­mælt hef­ur verið m.a. í Par­ís, Berlín og London.

Öldungadeildaþingmaðurinn Ed Markey tók þátt í mótmælunum í Boston í …
Öld­unga­deildaþingmaður­inn Ed Mar­key tók þátt í mót­mæl­un­um í Bost­on í dag. AFP/​Josep Prezi­oso
Fjölmenni var á götum New York-borgar.
Fjöl­menni var á göt­um New York-borg­ar. AFP/​Spencer Platt
Þessi vill ekki að Trump sitji annað kjörtímabil, enda fer …
Þessi vill ekki að Trump sitji annað kjör­tíma­bil, enda fer slíkt gegn stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna. AFP/​Roberto Schimdt
Mótmælin teygja sig um allan heim.
Mót­mæl­in teygja sig um all­an heim. AFP/​Tim Evans
Fjölmargir mættu með skilti sem innihéldu ólík skilaboð.
Fjöl­marg­ir mættu með skilti sem inni­héldu ólík skila­boð. AFP/​Gi­orgio Viera






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka