Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á mánudag.
Leiðtogarnir munu meðal annars ræða tollahækkanir Bandaríkjastjórnar.
Ísrael er á meðal 60 þjóða sem standa frammi fyrir hærri tollum. 17% tollur er settur á ísraelskar vörur í Bandaríkjunum frá og með 9. apríl.
Þetta verður í annað sinn sem leiðtogarnir funda í Hvíta húsinu síðan Trump tók við embætti. Síðast heimsótti Netanjahú Hvíta húsið í febrúar og ræddu þeir þá meðal annars stríðið á Gasa.