Netanjahú heimsækir Hvíta húsið á mánudag

Benjamín Netanjahú og Donald Trump í Hvíta húsinu í febrúar.
Benjamín Netanjahú og Donald Trump í Hvíta húsinu í febrúar. AFP

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, mun funda með Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta í Hvíta hús­inu á mánu­dag. 

Leiðtog­arn­ir munu meðal ann­ars ræða tolla­hækk­an­ir Banda­ríkja­stjórn­ar. 

Ísra­el er á meðal 60 þjóða sem standa frammi fyr­ir hærri toll­um. 17% toll­ur er sett­ur á ísra­elsk­ar vör­ur í Banda­ríkj­un­um frá og með 9. apríl. 

Þetta verður í annað sinn sem leiðtog­arn­ir funda í Hvíta hús­inu síðan Trump tók við embætti. Síðast heim­sótti Net­anja­hú Hvíta húsið í fe­brú­ar og ræddu þeir þá meðal ann­ars stríðið á Gasa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert