Óvinsældir Trumps aukast

Trump er umdeildur stjórnmálamaður.
Trump er umdeildur stjórnmálamaður. AFP/Saul Loeb

Vin­sæld­ir Don­alds Trump hafa dalað ef marka má helstu skoðana­könn­un­ar­fyr­ir­tæki i Banda­ríkj­un­um. Er nú svo komið að fleiri telja hann vera að standa sig illa í starfi frem­ur en vel í í fyrsta skipti síðan hann tók við embætti í janú­ar.

Vin­sæld­ir hans mæl­ast nú á bil­inu 43%-47% en óvin­sæld­ir hans á bil­inu 49%-50% eft­ir könn­un­ar­fyr­ir­tækj­um. Til þessa hafa fleiri kunnað að meta störf hans en eru óánægðir með það.

Til sam­an­b­urðar naut Joe Biden, frá­far­andi for­seti, stuðnings 35% kjós­enda skömmu áður en hann lét af embætti í nóv­em­ber.

Vik­an hef­ur verið róst­ur­söm hjá Trump en ákv­arðanir hans um alls­herj­artolla á ríki heims hafa víða fallið í grýtt­an jarðveg. Ekki síst í viðskipta­líf­inu þar sem hann hef­ur alla jafna notið stuðnings. Helg­ast það að lík­ind­um til af því að vísi­töl­ur á hluta­bréfa­markaði hafa hríðfallið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert