Vinsældir Donalds Trump hafa dalað ef marka má helstu skoðanakönnunarfyrirtæki i Bandaríkjunum. Er nú svo komið að fleiri telja hann vera að standa sig illa í starfi fremur en vel í í fyrsta skipti síðan hann tók við embætti í janúar.
Vinsældir hans mælast nú á bilinu 43%-47% en óvinsældir hans á bilinu 49%-50% eftir könnunarfyrirtækjum. Til þessa hafa fleiri kunnað að meta störf hans en eru óánægðir með það.
Til samanburðar naut Joe Biden, fráfarandi forseti, stuðnings 35% kjósenda skömmu áður en hann lét af embætti í nóvember.
Vikan hefur verið róstursöm hjá Trump en ákvarðanir hans um allsherjartolla á ríki heims hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Ekki síst í viðskiptalífinu þar sem hann hefur alla jafna notið stuðnings. Helgast það að líkindum til af því að vísitölur á hlutabréfamarkaði hafa hríðfallið.