Segir máttlaus viðbrögð Bandaríkjanna vonbrigði

Volodimír Selenskí að lokum blaðamannafundar í Kænugarði í gær.
Volodimír Selenskí að lokum blaðamannafundar í Kænugarði í gær. AFP/Roman Pilipey

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti gagn­rýn­ir viðbrögð banda­ríska sendi­ráðsins í Kænug­arði við loft­árás Rússa í gær þar sem 18 manns, þar af níu börn, voru drep­in. Seg­ir hann starfs­menn sendi­ráðsins hrædda við að nota orðið „rúss­nesk­ur“ í sömu andrá og barnamorð er rætt.

Selenskí seg­ist meðal ann­ars þakk­lát­ur fyr­ir viðbrögð ut­an­rík­is­ráðherra Tékk­lands, Finn­lands, Lit­há­en, Lett­lands, Eist­lands og Aust­ur­rík­is og frá sendi­ráðum Jap­ans, Bret­lands, Sviss og Þýska­lands.  

„Því miður eru viðbrögð banda­ríska sendi­ráðsins óvænt von­brigði – svo öfl­ugt land, svo öfl­ugt fólk, en samt svo mátt­laus viðbrögð. Þau eru jafn­vel hrædd við að segja orðið „rúss­nesk­ur“ þegar þau tala um flug­skeyti sem myrti börn.“

Flug­skeyti lenti ná­lægt leik­velli

Viðbrögðin sem um ræðir birti sendi­herra Banda­ríkj­anna í Kænug­arði, Bridget A. Brink, á X. 

„Það er hrylli­legt að í kvöld lenti flug­skeyti ná­lægt leik­velli og veit­ingastað í Kríví Ríh. Fleiri en 50 manns særðust og 16 lét­ust, þar af 6 börn. Þetta er ástæða þess að binda verður enda á stríðið,“ seg­ir í færslu Brink.

Mega ekki ótt­ast að kalla hlut­ina rétt­um nöfn­um

„Já, stríðinu verður að ljúka. En til að ljúka því meg­um við ekki vera hrædd við að kalla hlut­ina sín­um réttu nöfn­um. Við meg­um ekki vera hrædd við að þrýsta á þann sem held­ur þessu stríði áfram og huns­ar all­ar til­lög­ur heims­ins um að ljúka því,“ seg­ir Selenskí í sinni færslu.

„Við verðum að þrýsta á Rúss­land – sem kýs að drepa börn í stað þess að velja vopna­hlé. Það verður að koma á frek­ari refsiaðgerðum gegn þeim sem geta ekki verið til án loft­árása á ná­grannaþjóð sína. Við verðum að gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að bjarga manns­líf­um.“

Seg­ir hann jafn­framt að loft­varna­kerfi frá Banda­ríkj­un­um geti komið í veg fyr­ir mann­fall sök­um loft­árása líkt og þess­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert