Veita skotleyfi á turtildúfur

Turtildúfa hefur gjarnan þótt táknmynd ástar og trygglyndis.
Turtildúfa hefur gjarnan þótt táknmynd ástar og trygglyndis. Samsett mynd

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur heim­ilað veiðar á tur­tildúf­um að nýju eft­ir að veiðar voru bannaðar árið 2021. Stofn­inn hef­ur vaxið um 40% frá því veiðar voru gerðar óheim­il­ar. Þrátt fyr­ir að stofn­inn hafi tekið við sér eru nátt­úru­vernd­ar­sam­tök ósátt við að veiðarn­ar hafi verið heim­il­ar að nýju.

Tákn­mynd ást­ar og trygg­lynd­is 

Tur­tildúf­ur eru víða tákn­mynd ást­ar og trygg­lynd­is enda eru þeir þekkt­ir fyr­ir það að halda sig við sama mak­ann út æv­ina. Hins veg­ar þykir hnoss­gæti og hafa sportveiðimenn í Suður- og Mið-Evr­ópu um ára­bil veitt hann. Stofn­ar hafa víða látið á sjá og þó að evr­ópski stofn­inn hafi jafnað sig ágæt­lega er hann engu að síður sagður í út­rým­ing­ar­hættu í heim­in­um vegna of­veiði.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök hafa gagn­rýnt ákvörðun­ina harðlega. 

Heild­ar­stofn­inn er rúm­lega tvær millj­ón­ir dúfna en Evr­ópu­sam­bandið hef­ur heim­ilað veiðar á um 132 þúsund dúf­um sem er um 1,5% af heild­ar­stofn­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert