Evrópusambandið hefur heimilað veiðar á turtildúfum að nýju eftir að veiðar voru bannaðar árið 2021. Stofninn hefur vaxið um 40% frá því veiðar voru gerðar óheimilar. Þrátt fyrir að stofninn hafi tekið við sér eru náttúruverndarsamtök ósátt við að veiðarnar hafi verið heimilar að nýju.
Turtildúfur eru víða táknmynd ástar og trygglyndis enda eru þeir þekktir fyrir það að halda sig við sama makann út ævina. Hins vegar þykir hnossgæti og hafa sportveiðimenn í Suður- og Mið-Evrópu um árabil veitt hann. Stofnar hafa víða látið á sjá og þó að evrópski stofninn hafi jafnað sig ágætlega er hann engu að síður sagður í útrýmingarhættu í heiminum vegna ofveiði.
Náttúruverndarsamtök hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega.
Heildarstofninn er rúmlega tvær milljónir dúfna en Evrópusambandið hefur heimilað veiðar á um 132 þúsund dúfum sem er um 1,5% af heildarstofninum.