„Við höfum verið heimsk og hjálparlaus“

Trump varar Bandaríkjamenn við erfiðum tímum fram undan.
Trump varar Bandaríkjamenn við erfiðum tímum fram undan. AFP/Mandel Ngan

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti varaði lands­menn sína við að erfiðir tím­ar væru í vænd­um sem myndu þó skila sér í „sögu­leg­um fjár­fest­ing­um“ og auk­inni hag­sæld til lengri tíma.

Tíu pró­senta inn­flutn­ing­stoll­ar frá fjöl­mörg­um ríkj­um til Banda­ríkj­anna tóku gildi að miðnætti, þar á meðal Íslandi.

Næst­kom­andi miðviku­dag munu enn hærri toll­ar taka gildi fyr­ir 60 viðskipta­ríki lands­ins, þar á meðal lönd Evr­ópu­sam­bands­ins, Jap­an og Kína.

Nokk­ur ríki hafa þegar til­kynnt um mót­vægisaðgerðir, til dæm­is hafa kín­versk stjórn­völd ákveðið að leggja 34% inn­flutn­ing­stoll á banda­rísk­ar vör­ur frá og með 10. apríl. 

Sér­fræðing­ar vara við auk­inni verðbólgu og minni hag­vexti

Trump til­kynnti um toll­ana á miðviku­dag­inn sem hef­ur valdið þó nokkr­um óróa á mörkuðum og vakið upp ólík viðbrögð meðal sér­fræðinga og stjórn­mála­manna. Hag­fræðing­ar hafa varað við því að toll­arn­ir gætu dregið úr hag­vexti og ýtt und­ir verðbólgu. 

For­set­inn virðist ekki vera á sama máli en í færslu á sam­fé­lags­miðli sín­um Truth Social sagði hann að toll­arn­ir væru efna­hags­leg bylt­ing. 

„Við höf­um verið heimsk og hjálp­ar­laus, en ekki leng­ur. Við erum að færa störf og fyr­ir­tæki til baka eins og aldrei fyrr. Þetta er efna­hags­leg bylt­ing sem við mun­um sigra. Haldið út, þetta verður ekki auðvelt, en niðurstaðan verður sögu­leg,“ skrifaði Trump. 

Enn er beðið viðbragða ESB

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur enn ekki gefið út hvernig það ætl­ar að svara 20% tolli Trumps sem tek­ur gildi á miðviku­dag. Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, seg­ir að verið sé að und­ir­búa mót­vægisaðgerðir. 

Auk þess 20% tolls sem hef­ur verið sett­ur á inn­flutt­ar vör­ur frá ríkj­um ESB til Banda­ríkj­anna hef­ur einnig verið til­kynnt um 25% toll á inn­flutt­ar bif­reiðar. Er það tals­verður skell­ur fyr­ir bílaiðnað í Evr­ópu sem er með sterka markaðshlut­deild í Banda­ríkj­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert