Víkja þingmanni sem grunaður er um að nauðga barni

Dan Norris er grunaður um misnotkunina.
Dan Norris er grunaður um misnotkunina.

Þingmaður breska verka­manna­flokks­ins, Dan Norr­is, hef­ur verið svipt­ur þing­flokksaðild eft­ir að hann var hand­tek­inn í gær grunaður um kyn­ferðis­lega mis­notk­un gegn barni, barns­rán og mis­ferli í op­in­beru starfi. 

Að sögn bresku lög­regl­unn­ar er talið að brot­in hafi átt sér stað á ár­un­um 2000 til 2010 en hún mun einnig rann­saka meint nauðgun­ar­brot frá ár­inu 2020. 

Norr­is er á sjö­tugs­aldri og var kos­inn á þing í bresku þing­kosn­ing­un­um á síðasta ári. Hann var áður borg­ar­stjóri sam­einaðrar bæj­arþyrp­ing­ar sem nefn­ist Vest­ur-Eng­land. 

Keir Starmer er formaður breska Verkamannaflokksing og forsætisráðherra Bretlands.
Keir Star­mer er formaður breska Verka­manna­flokks­ing og for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP/​Ben Stansall

Verka­manna­flokk­ur­inn til­kynnti í yf­ir­lýs­ingu að Norr­is hefði verið vikið úr flokkn­um. 

„Dan Norr­is þingmaður var um­svifa­laust svipt­ur þing­flokksaðild í Verka­manna­flokkn­um þegar okk­ur barst til­kynn­ing um hand­töku hans. Við get­um ekki tjáð okk­ur frek­ar á meðan lög­reglu­rann­sókn stend­ur yfir,“ er haft eft­ir tals­manni flokks­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka