Annað barn lést af völdum mislinga

Mislingar eru mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum …
Mislingar eru mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. AFP

Tvö banda­rísk börn hafa lát­ist af völd­um misl­inga en far­ald­ur veiru­sjúk­dóms­ins herj­ar á Texas og nær­liggj­andi ríki. 

NYT grein­ir frá því að átta ára stúlka lést á fimmtu­dags­morg­un á sjúkra­húsi í Lub­bock eft­ir að lungu henn­ar gáfu sig. Um er að ræða annað staðfesta dauðsfallið af völd­um misl­inga í Banda­ríkj­un­um í ára­tug. 

Í fe­brú­ar lést óbólu­sett barn í vest­ur­hluta Texas af völd­um sjúk­dóms­ins. 

Ann­ar óbólu­sett­ur ein­stak­ling­ur lést í Nýju-Mexí­kó eft­ir að hafa verið greind­ur með misl­inga. Óvíst er hvort sá ein­stak­ling­ur lést af völd­um sjúk­dóms­ins. 

480 staðfest til­felli

Síðan far­ald­ur­inn hófst í Texas hafa 480 til­felli verið staðfest í vest­ur­hluta rík­is­ins. 56 hafa þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús.

54 til­felli hafa greinst í Nýju-Mexí­kó og tíu í Okla­homa. 

Ef veiru­sjúk­dóm­ur­inn held­ur áfram að breiða úr sér á álíka hraða stefn­ir í að Banda­rík­in verði ekki leng­ur á meðal landa sem hafa náð að út­rýma misl­ing­um, en það var mik­ill sig­ur fyr­ir ríkið árið 2000. 

Robert F. Kenn­e­dy heil­brigðisráðherra hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir viðbrögð sín við far­aldr­in­um. Kenn­e­dy er efa­semdamaður um bólu­efni og hef­ur lagt áhersl­ur á ósannaðar meðferðir við misl­ing­um, svo sem þorska­lýsi. 

Sam­kvæmt lækn­um í Texas hef­ur orðræða Kenn­e­dy leitt til þess að sjúk­ling­ar dragi það á lang­inn að leita sér aðstoðar og inn­byrði óhóf­legt magn af A-víta­míni. 

Robert F. Kennedy heilbrigðisráðherra.
Robert F. Kenn­e­dy heil­brigðisráðherra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert