„Eldflaugaárásir á Kænugarð halda áfram“

Frá Kænugarði í nótt.
Frá Kænugarði í nótt. AFP

Að minnsta kosti þrír eru særðir eft­ir árás­ir Rússa á Kænug­arð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Tveir dag­ar eru síðan mann­skæð árás var gerð á heima­borg Volodimírs Selenskís Úkraínu­for­seta.

Borg­ar­stjóri Kænug­arðs, Vítalí Klit­sjkó, greindi frá því að viðbragðsaðilar hafi verið send­ir í tvö hverfi.

„Spreng­ing­ar í höfuðborg­inni. Loft­varn­ar­kerfið er í gangi,“ sagði Klit­sjkó á Tel­egram. 

„Eld­flauga­árás­ir á Kænug­arð halda áfram. Leitið skjóls!“

Borg­ar­stjór­inn greindi frá því að kviknað hefði í at­vinnu­hús­næði og að átta bíl­ar hefðu skemmst. 

Varn­ar­málaráðuneyti Rúss­lands greindi frá því að loft­varn­ar­kerfi þeirra hefði grandað ell­efu úkraínsk­um drón­um. 

Fólk á ferð um flóamarkað í borginni. Í bakgrunni sést …
Fólk á ferð um flóa­markað í borg­inni. Í bak­grunni sést reyk­ur frá spreng­ingu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert