Að minnsta kosti þrír eru særðir eftir árásir Rússa á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Tveir dagar eru síðan mannskæð árás var gerð á heimaborg Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta.
Borgarstjóri Kænugarðs, Vítalí Klitsjkó, greindi frá því að viðbragðsaðilar hafi verið sendir í tvö hverfi.
„Sprengingar í höfuðborginni. Loftvarnarkerfið er í gangi,“ sagði Klitsjkó á Telegram.
„Eldflaugaárásir á Kænugarð halda áfram. Leitið skjóls!“
Borgarstjórinn greindi frá því að kviknað hefði í atvinnuhúsnæði og að átta bílar hefðu skemmst.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands greindi frá því að loftvarnarkerfi þeirra hefði grandað ellefu úkraínskum drónum.